Fréttir

„Þetta er allt annað líf!“

…segir Bryngeir Vattnes hjá Efnalaug og fataleigu Garðabæjar ehf. sem tók nýlega í notkun COMPAIR HYDROVANE HV02RM sem er lágvær og öflug spjaldapressa.  „Ég var með gamla stimpilpressu og var gegnum tíðina búinn að fá töluverðar kvartanir í frá nágrönnunum vegna hávaða.“ 

Efnalaugin Garðabæ er staðsett í verslunarkjarnanum í miðbæ Garðabæjar og í húsnæðinu eru önnur fyrirtæki og íbúðir. „Eftir að nýja loftpressan kom heyrist nánast ekki neitt. Og að auki er hún miklu nettari en sú gamla sem skiptir miklu máli í mínu tilfelli þar sem aðstaðan fyrir þessi tæki er fremur þröng.“