Fréttir

Álagsstýring og nýting hitaorku sparar peninga

Plastgerð Suðurnesja fjárfesti nýlega í öflugri COMPAIR HYDROVANE HV75 sem er 100 hestafla spjaldapressa ásamt Compair FC-0133 kæliþurrkara. Plastgerð Suðurnesja er einn stærsti framleiðandi vara úr frauðplasti á Íslandi. Framleiðsluferlið krefst mikils magns þrýstilofts og því eru gerðar mjög strangar kröfur um gæði og áreiðanleika þrýstiloftsframleiðslunnar.

Þar sem orkukostnaður er að jafnaði langstærsti liðurinn í heildarkostnaði við þrýstiloft fór Plastgerðin þá leið að nýta orkuna sem allra best. „Annars vegar er Compair Hydrovane pressan með álagsstýringu sem tryggir hagkvæma keyrslu pressunnar eftir loftþörf á hverjum tíma“, segir Skúli Magnússon verksmiðjustjóri fyrirtækisins, „hinsvegar nýtum við afgangshita til upphitunar húsnæðisins sem er verulegur sparnaður fyrir okkur.“