Fréttir

Landspítalinn Háskólasjúkrahús velur COMPAIR.

IÐNVÉLAR átti lægsta tilboð í endurnýjun loftpressa fyrir Landspítala Háskólasjúkrahús við Hringbraut og í Fossvogi.  Fyrir valinu var lausn sem samanstendur af 2 x tveimur COMPAIR D22H-08 loftpressum, ásamt kæliþurrkurum, tönkum, síum, lögnum og miðlægum Smartair Master stjórn- og eftirlitsbúnaði sem er nettengdur við tölvubúnað í vélaeftirlitsherbergi.  

COMPAIR D22H-08 eru mjög fullkomnar olíufríar loftpressur sem uppfylla strangar kröfur um gæði lyfjalofts til notkunar á sjúkrahúsum. Þær koma í staðinn fyrir eldri búnað sem þjónað hafði spítölunum dyggilega í yfir 30 ár. Þjónustudeild IÐNVÉLA sá um uppsetningu kerfisins sem var nokkuð flókin aðgerð m.a. vegna þess að halda þurfti fullum þrýstingi á kerfinu á meðan skiptin fóru fram. „Við erum mjög ánægðir með þessa lausn og þetta ferli hefur gengið mjög vel.“ segir Valur Sveinbjörnsson rekstrarstjóri hjá LSH.