Viðskiptaskilmálar fyrir almenna- og vefverslun Fálkans Ísmar ehf

Gildissvið
Skilmáli þessi gildir um sölu Fálkans Ísmar ehf. á vöru og þjónustu til neytenda/kaupanda.
Skilmálinn er staðfestur með kaupum og er grunnurinn að viðskiptunum.
Skilmálinn og aðrar upplýsingar á síðu Fálkans Ísmar ehf., www.falkinnismar.is, eru einungis fáanlegar
á íslensku.

Lagastuðningur
Um neytendakaup þessi er fjallað í lögum um neytendakaup, lögum um samningsgerð, lögum um
rafræn viðskipti og aðra rafræna þjónustu, lögræðislögum og lögum um persónuvernd og meðferð
persónuupplýsinga.

Seljandi og kaupandi
Fálkinn Ísmar ehf, Dalvegi 10-14, 201 Kópavogur, kennitala 661082-0629, virðisaukaskattsnúmer
10288, er hér eftir seljandi. Kaupandi er sá aðili sem er skráður kaupandi á reikning og verður að vera
að minnsta kosti 18 ára til að versla í vefverslun seljanda, www.falkinnismar.is.

Greiðsluháttur og reikningsviðskipti
Hægt er að inna greiðslu af hendi með bankamillifærslu eða greiðslukorti. Ef greitt er með
greiðslukorti er upphæðin skuldfærð við afgreiðslu pöntunarinnar af lager. Ef greiðsla berst ekki,
áskilur seljandi sér rétt til að aflýsa pöntuninni. Ef greitt er með bankamillifærslu eru vörur fráteknar á
lager. Vörur eru fráteknar í 1 dag með tilliti til frídaga, ef millifærsla berst ekki innan þess tíma er
pöntuninni aflýst. Reikningsviðskipti fara í gegnum kröfukerfi viðskiptabanka seljanda. Seljandi
innheimtir sanngjarna þóknun á hverja stofnaða bankakröfu sem tekur mið af gjaldskrá
viðskiptabanka.

Skylda seljanda
Skylda seljanda er að afhenda vöruna í því ástandi sem viðskiptavinur á von á og pakka henni á
viðeigandi hátt. Vörur afhendast á lager eða í verslun seljanda nema annað sé tiltekið á reikningi til
kaupanda. Seljandi innheimtir sanngjarnt gjald eða áætlaðan kostnað við flutning á vörunni frá
seljanda til viðskiptavinar

Skilaréttur
Kaupandi getur skilað vörum til seljanda innan 30 daga frá afhendingardegi að uppfylltum eftirtöldum
öllum skilyrðum:
a) Varan er ennþá í umbúðum.
b) Varan er ónotuð og óskemmd.
c) Vörureikningur þegar varan var keypt fylgir með við vöruskil.
d) Varan má ekki vera sérpöntuð fyrir kaupanda.
Í undantekningartilfellum er hægt að skila vöru án uppfylltra allra skilyrða að ofan og þá með sérstöku
samkomulagi við seljanda um endurkaupsverð.
Ítrekað er að skilaréttur fylgir ekki sérpantaðri vöru.
Gallaðri vöru er hægt að skila án skilyrða innan 30 daga.

Sérpöntuð vara fyrir kaupanda
Sérpantaðar vörur eru vörur sem seljandi ætlar ekki að eiga á lager hverju sinni. Þegar þessar vörur
eru sérpantaðar fyrir kaupanda þá skal kaupandi greiða 30 til 50% innáborgun fyrir vöruna.
Innáborgun dregst síðan frá lokaverði vörunnar þegar hún er afhent. Verði varan ekki sótt innan
tveggja vikna frá því seljandi upplýsti kaupanda sannanlega um komu vörunnar þá verður áður greidd
innáborgun ekki endurgreidd.

Verð hjá seljanda og flutningsgjald
Söluverð er hverju sinni eins og í vöruskrá hjá seljanda.
Verð tekur breytingum óreglulega við innflutning og þá til lækkunar eða hækkunar hverju sinni.
Verð miðast við afhendingu á starfsstöð seljanda.
Sé óskað eftir öðrum afhendingarstað innheimtir söluaðili lágmarks flutningsgjald:
a) Með „Fálkabíl“ í safnsendingum innheimtist lágmark 4.000,- kr. á smærri sendingar.
b) Skyndisendingar (reddingar) þá innheimtist flutningur skv. áætluðum kostnaði.
Til flutningsmiðlara á höfuðborgarsvæðinu er ekkert flutningsgjald innheimt.

Sérákvæði um vefverslun

Vefpöntun
Vefpöntun er bindandi þegar hún er skráð á netþjón seljanda. Það gerist þegar kaupandi hefur
staðfest pöntun í skrefi 3. Seljandi er einnig bundinn til að afgreiða pöntun kaupanda svo lengi sem
hún er í samræmi við vöruúrval og verðlagningu. Allar pantanir þar sem grunur um að brögð séu í tafli
og/eða þar sem hugbúnaðargalli hefur áhrif eru afturkallaðar. Kaupandi hefur rétt á að rifta kaupum
samkvæmt lögum um neytendakaup.

Verð
Verð í vefverslun seljanda eru með virðisaukaskatti og öllum kostnaði fyrir utan sendingarkostnað.
Sendingarkostnaður leggst á verð vörunnar sé þess óskað að varan sé send til staðar utan heimilisfesti
seljanda.
Verðbreytingar sem verða á vörum eftir pöntunarstaðfestingu viðskiptavinar í vefsölu eru
óafturkræfar. Aðeins sértilfelli geta haft með sér aukakostnað eftir pöntunarstaðfestingu. Sem dæmi
má nefna eru bilanir, vírusar, prent-, birtingar- og innsláttarvillur í texta, verðum og myndum.
Almenna ábyrgðarskilmála seljanda má finna á heimasíðunni, www.falkinnismar.is.
Vinnsla vefpöntunar hjá seljanda og yfirferð kaupanda
Seljandi sendir kaupanda staðfestingu þegar pöntun er skráð, þó aðeins ef kaupandi hefur skráð
netfang sitt við kaupin. Kaupanda er bent á að kynna sér gaumgæfilega pöntunarstaðfestingu þegar
hún berst. Einnig ætti að ganga úr skugga um að hún sé í samræmi við fyrirhugaða pöntun. Frávik frá
pöntun og pöntunarstaðfestingu skal túlkað sem nýtt tilboð frá seljanda sem að hægt er að afþakka
eða samþykkja. Kaupandi hefur einnig rétt til að láta upprunalega pöntun gilda svo lengi sem hún er í
samræmi við það sem seljandi bauð upp á.

Vöruupplýsingar og vöruskortur
Seljandi veitir upplýsingar um vörur eftir bestu vitund hverju sinni. Seljandi birtir allar upplýsingar
með fyrirvara um bilanir, vírusa, prent-, birtingar- og innsláttarvillur í texta, verðum og myndum.
Vöruúrval getur verið mismunandi milli vefverslunar og verslunar. Ennfremur áskilur seljandi sér rétt
til að aflýsa í heild eða að hluta til pöntun kaupanda ef varan er uppseld. Undir þeim kringumstæðum
fær kaupandi tilkynningu ásamt upplýsingum um hvað gæti mögulega hentað í staðinn. Kaupandi fær
þá möguleika á að samþykkja þá tillögu eða aflýsa pöntun í heild sinni.

Vöruafhending frá seljanda
Leitast er við að senda allar vörur til kaupanda 1-2 virkum dögum eftir að greiðsla er móttekin.
Afhending til kaupanda fer eftir sendingarleið hverju sinni. Ef afhendingu seinkar mun seljandi
tilkynna það til kaupanda ásamt upplýsingum um hvenær pöntunin verður tilbúin til afhendingar eða
bjóða staðgengilsvörur ef varan er uppseld. Allar skemmdir á vörum af hendi flutningsaðila eru á
þeirra ábyrgð og að fullu bætt gagnvart viðskiptavini. Skemmdir eftir að vara hefur verið afhent er á
ábyrgð kaupanda.

Trúnaður
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum
við viðskiptin. Upplýsingar frá kaupanda verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum
kringumstæðum. Sendingar úr kerfi vefverslunar seljanda kunna að nota persónuupplýsingar, s.s.
búsetu, aldur, eða viðskiptasögu, til að útbúa viðeigandi skilaboð til meðlima síðunnar. Þessar
upplýsingar eru aldrei afhentar þriðja aðila. Meðlimir vefverslunarinnar geta ætíð af skráð sig og
þannig bannað fyrirtækinu notkun á slíkum upplýsingum.

Gölluð vara
Ef að varan er gölluð eða það vantar eitthvað í vöruna er seljanda skylt að bjóða kaupanda viðgerð,
nýja vöru, afslátt eða afturköllun kaupa. Það fer eftir atvikum hvaða leið er valin hverju sinni.
Tilkynning á galla verður að berast munnlega eða skriflega. Mælt er með að tilkynningin berist innan
30 daga frá því galli uppgötvast. Vegna skráningargildis er mælt með að kaupandi sendi tölvupóst um
gallann og geymi afrit. Seljandi sendir staðfestingu til baka um móttöku tölvupóstsins. Réttur til að fá
galla bættan er samkvæmt neytendalögum. Seljandi áskilur sér rétt til að sannreyna að varan sé
gölluð, þó innan eðlilegra tímamarka.

Ágreiningur
Ákvæði og skilmála þessa ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Komi upp ágreiningur milli seljanda
og kaupanda skal mál rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

Með samþykki við þessa skilmála hefur kaupandi kynnt sér efni þeirra og samþykkt þá