Fréttir

Nýjar áherslur hjá Iðnvélum

Töluverðar áherslubreytingar standa yfir hjá Iðnvélum þessa dagana. Fyrirtækið hefur um árabil verið einn stærsti söluaðili nýrra véla og tækja fyrir íslenskan framleiðsluiðnað auk þess að reka öfluga þjónustudeild.

Í framtíðinni verður aukin áhersla lögð á fjölbreyttari lausnir á breiðara sviði, m.a. í þrýstilofti, loftskiptikerfum, lyftibúnaði, rakatækjum ofl. Auk þess verður áhersla aukin mjög á rekstrarvörur fyrir viðskiptavini og fagmenn. Yfir standa breytingar á húsnæði fyrirtækisins að Smiðjuvegi 44-46 og verður fjölbreytt úrval véla og tækja í sýningarsal. Ný vefsíða er komin í loftið og verður hún í stöðugri þróun til að auðvelda viðskiptavinum aðgengi að upplýsingum um vörur og lausnir. Til að undirstrika breytingarnar hefur merki félagsins til 40 ára fengið andlitslyftingu. Það er von okkar að viðskiptavinir Iðnvéla taki þessum breytingum vel.