Fréttir

Söngelskur og trommandi sölufulltrúi

Már Elísson sölufulltrúi hjá Iðnvélum á sér aðra hlið. Þegar hann er ekki í vinnunni leikur hann á ásláttarhljóðfæri af ýmsum gerðum og þenur gjarnan undurblíða söngrödd sína líka. Már hefur verið lengi í tónlistarbransanum. Hann hóf feril sinn með Axlabandinu á sjöunda áratugnum, lék síðan með Trix og um árabil með Galdrakörlum í Þórskaffi. Hann hefur verið trommuleikari hjómsveitarinnar Upplyftingar í háa herrans tíð og ekki ólíklegt að ýmsir viðskiptavinir hafi oft dillað sér við þéttan takt Más.