Fréttir

Hátæknisetur FVN á Sauðárkróki vinnur samevrópsk verðlaun

  IMG_1109Á uppskeruhátíð Evrópskra samstarfsáætlana fékk Málmtæknibraut FNV á Sauðárkróki gæðaviðurkenningu:

FYRIRMYNDAVERKEFNI COMENIUS.

Verkefnið EXCITED gekk út á sköpun og nýjungar í tækni, frumkvöðlafræði og hönnun. Verkefnið snerist um hönnun í málmtæknibrautum á fjölnota forritanlegri framleiðslulínu til að setja saman lyklakippur.

FNV, varð fyrir tveimur árum formlega HAAS HTEC – Hátæknisetur þegar skólinn  gekk til samstarfs við HAAS HTEC Educational Center og IÐNVÉLAR ehf.  Samstarfið byggir á að aðilar styðja við og leggja til kennslu í CNC vélatækni. FNV  hefur nýtt sér samskipti við erlenda skóla í HTEC samstarfinu og um leið getað nýtt sér framlag og aðstoð frá COMENIUS verkefninu í  Evrópu.

IMG_1119FNV var með kynningu á þessu starfi í  Hafnarhúsinu, þar sem þeir kynntu þáttöku sína í “Mobile School” en þeir lögðu til færiband sem var hluti af framleiðslueiningu sem var stjórnað af tölvu. “Krakkarnir voru í þessu af miklum áhuga og þetta heildardæmi er að skila verulegum árangri í okkar kennslustarfi” sögðu Geir Eyjólfsson og Björn Sighhvatz, en þeir stóðu fyrir kynningunni í Hafnarhúsinu.

IÐNVÉLAR óska FVN til hamingju með frábæran árangur!