Ný uppfærsla á Ultimaker 2+
Fyrsta skrefið inn í heim einfaldrar en öflugrar 3d prentunar.
Með nettengimöguleikum, uppfærðum íhlutum og snertiskjá.
Vinnuhestur og lítið viðhald
Vönduð hönnuð tryggir það að viðhald er lítið og hægt að framkvæma hægt og örugglega. Val um mismunandi spíssa fyrir mismunandi verkefni.
Skýjalausnir
Með Ultimaker 2+ geturðu nýtt þér alla tengimöguleika Ultimaker:
- Ultimaker Digital Factory. Auðvelt að deila prentaranum með vinnufélögum, sendu verkefni í prentarann úr tölvunni og fylgstu með framvindunni.
- Ultimaker Marketplace. Auktu möguleikana við undirbúning verkefna með viðbótum við Cura.
- Ultimaker 3d Printing Academy. Með því að skrá prentarann þinn færðu aðgang að miklu úrvali af námsefni frá Ultimaker um 3d prentun.
Fáanleg viðbót
Hægt er að fá á prentarann lofthjálm sem stýrir loftflæðinu og síar út óæskilegar gufur.
Tæknilýsing
Byggingarstærð | 223x220x205 mm |
Heildarstærð | 342x460x580 mm |
Prenttækni | FFF (Fused filament fabrication) |
Stærð á prentþræði | 2.85 mm |
Þyngd | 10.3 kg |
Hámarksafl | 221 W |
Upplausn (0.25 – 0.4 – 0.6 – 0.8 mm) | 150-60 – 200-20 – 400-20 – 600-20 míkron |
XYZ upplausn | 12.5 – 12.5 – 5 míkron |
Skjár | 2.4" TFT snertiskjár |
Prenthaus | einfaldur með útskiptanlegum spíssum og tvöfaldri kæliviftu |
Fáanlegir spíssar | 0.25 – 0.4 – 0.6 – 0.8 mm |
Byggingarhrað | allt að 24 mm3/s |
Spíssahiti | 180-260 °C |
Tími til að hita spíss | innan við 2 mínútur |
Hljóðstyrkur | innan við 50 dBA |
Byggingarplata | 20-110 °C hituð glerplata |
Hugbúnaður | Ultimaker Cura og Ultimaker Digital Factory (frítt) |
Stýrikerfi | MacOS – Windows – Linux |
Styður skrár | STL – OBJ – X3D – 3MF – BMP – GIF – JPG – PNG |
Tengimöguleikar | Wi-Fi – Ethernet – USB |