IÐNVÉLAR hafa unnið með helstu verkfræðistofum landsins við að hanna og setja upp hjá viðskiptavinum um land allt, ýmsar lausnir við að færa ryk, spæni, sand, pappír og fleira affall sem kemur frá iðnaðarvinnslu.
Mikil reynsla tæknimanna okkar, þekking við hönnun og uppsetningu á sogkerfum tryggir bestu lausnir fyrir viðskiptavini okkar. Rétt val á blásurum, síubúnaði, lögnum og fylgihlutum getur skipt sköpum fyrir árangur og orkunýtingu.
Viðskiptavinir okkar eru í þungaiðnaði, hátækniiðnaði, matvælavinnslu og landbúnaði.
Við setjum upp heildarlausnir, færum ryk, plast, pappír og affall, gufur og reykmengun frá vélum eða vinnslusölum og útúr húsi, í gáma eða í tilheyrandi frákeyrslu.
Skylda er að sogkerfi séu greind í ATEX flokka og CE vottuð.
Hafið samband við tæknimenn okkar og fáið aðstoð og þjónustu við val og rekstur á sogkerfum.