IÐNVÉLAR bjóða síur á þrýstiloftslagnir fyrir allar aðstæður.
Ryk, gufur, olíur og mengun getur borist með loftinu sem loftpressan tekur inn í sig.
Þessvegna getur verið nauðsynlegt að hreinsa loftið áður en það kemur á notkunarstað.
Við eigum fyrirliggjandi síur til að hreinsa rykagnir, gufur, raka og olíur úr þrýstilofti.
Síur fyrir matvæla eða lyfjaloft, eru hátæknivara og nauðsynlegt að séu valdar af kostgæfni. Viðskiptavinir okkar í matvæla iðnaði og lyfja og sjúkrahúsum fá síur vottaðar samkvæmt
matvæla eða lyfja stöðlum.
Hafið samband við sölumenn okkar til að fá yfirlit yfir síur fyrir ykkar þarfir.