Vacuum lyftibúnaður fyrir pappakassa, poka, viðarplötur, tunnur og margt fleira. Fáanlegt með lyftigetu upp að 300 kg.
Notið flipana hér að neðan til að skoða mismunandi gerðir af Jumbo lyftibúnaði.
JumboFlex er fáanlegur í þremur útfærslum, 20 kg, 35 kg eða 50 kg burðargeta.
JumboFlex kemur með hraðskiptihaus og því hægt að skipta hratt á milli sogblaðka.
Meðal fáanlegra sogblaðka er hefðbundinn hringlaga grípari, hringlaga grípari með þéttiborða fyrir poka, tvöfaldur grípari, fjórfaldur grípari, grípari til að taka upp t.d. margar dósir í einu. Einnig er hægt að fá krók í stað sogblöðku og sérstakan kassagrípara.
Smellið hér til að sjá frekari upplýsingar á heimasíðu framleiðanda.
JumboErgo er tilvalinn fyrir alls konar stykki. T.d. stór og þung stykki eins og viðarborð, pappakassa og sólarpanela.
Hægt er að lengja handfangið eftir þörfum og því hægt að ná í stór stykki.
Mikið úrval sogbolla og grípara fáanlegt.
Meðal aukabúnaðar sem hægt er að fá er höllun á vinnslustykkjum, lengra handfang og margt fleira.
Smellið hér fyrir frekari upplýsingar á heimasíðu framleiðanda.
JumboSprint er með handfangi sem hentar sérstakleg vel þegar vinnslustykkið er ekki stórt í sniðum. Sem dæmi fyrir poka.
Mikið úrval sogbolla og grípara fáanlegt.
JumboSprint er einnig fáanlegur fyrir svæði með sprengihættu og heitir þá JumboSprint Ex
Smellið hér fyrir frekari upplýsingar á heimasíðu framleiðanda.