IÐNVÉLAR bjóða lagnir fyrir þrýstiloft, fyrir allar aðstæður – inni í sjúkrahúsum, fyrir iðnfyrirtæki, á togurum eða útilagnir.
Lykillausnir: Við hönnum með þér þrýstiloftskerfið, allt frá loftpressu og út í síðasta notkunarstað. Við bjóðum afhendingar samkvæmt matvæla eða lyfjastöðlum.
Fyrirliggjandi: Állagnir fyrir loft og gas í almennum iðnaði.
Vottaðar koparlagnir fyrir sjúkrahús og lyfjaframleiðslu.
Val á lögnum:
IÐNVÉLAR bjóða aðallega INFINITY ál-lagnir. Fyrsta (eina) málm-röra kerfið sem er sér hannað fyrir þrýstiloft með orkusparnað að leiðarljósi. Þrýsti-samsetningar fittings. Álrörin eru, tæringarfrí, heildregin – stærðarmæld í nákvæmt mál og samsetningarnar eru hannaðar til að mynda ekki mótstöðu í flæði á lofti. Festingar og samsetningar eru mjög auðveldar í meðförum og uppsetning er fljótleg. Að breyta lögnum, setja tengi inn á lögn er mjög auðvelt og fljótlegt. Verð á INFINITY álrörum og uppsetning á álrörum er mjög samkeppnishæft við aðrar gerðir af lögnum. Sverleiki frá 20 og upp í 110 mm. Rör fyrirliggjandi í 4 mtr lengjum (6 mtr lengjur fáanlegar)
Yfirlit yfir valkosti í lögnum fyrir þrýstiloft:
1. Ál rör eru viðurkennd sem einn besti kosturinn í dag. Góð álrör hönnuð fyrir loftlagnir eru endingargóð, hafa góða mótstöðu gegn tæringu, létt í meðförum og yfirleitt auðveld í uppsetningu.
Innri áferð er góð og mjög lítil mótstaða gegn loftflæði.
Ál rör hafa góða mótstöðu gegn hita og eru viðurkennd sem brunaþolið efni.
Verð á góðum álrörum er orðið svipað og verð á plastlögnum.
2. Galvaniseruð rör. Þetta eru venjulegar vatnslagnir og hafa þann kost að vera mjög sterk, þola
áföll- högg og hnjask þar sem hætta er á slíku og henta til uppsetningar bæði úti og inni.
Verð er nokkuð dýrara en ál og plastlagnir og fittings og uppsetning er dýrari.
Góðar samsetningar sem mynda ekki mótstöðu við loftflæði eru ekki fyrir hendi.
Þola mjög vel hita og eru viðurkennd sem brunaþolið efni.
3. Plastlagnir henta þar sem er lítið álag, lítil hætta á hnjaski. Þau eru auðveld í uppsetningu, yfirleitt límd saman og fljótlegt að meðhöndla þau.
Verð er yfirleitt gott í samanburði við Ál og Galvaniseruð rör.
Plastlagnir hafa yfirleitt ekki mikla mótstöðu gegn hita og geta byrjað að gefa eftir strax við
50°C – en sá hiti getur auðveldlega myndast ef til dæmis eftirkælir gefur sig á loftpressu.
Plastlagnir geta tærst frá olíu sem kemur frá loftpressu.
Plastlagnir þurfa stutt á milli festinga svo ekki sé hætta á að þau springi og sláist til og hendi frá sér beittum flísum.
Hægt er að fá ýmsar tegundir plastlagna sem þola betur tæringu og hnjask, en yfirleitt kemur það fram í verði.
4. Ryðfrí rör eru mjög hentug þar sem þörf er á miklu hreinlæti og hætta á hnjaski eða áreiti sem getur skemmt lagnir utanfrá. Hágæðaefni, brunaþolið, tæringarfrítt.
Til er mikið úrval af samsetningum fyrir ryðfrí rör.
Verð er nokkuð hátt.
5. Kopar/eir rör eru aðallega notuð við mjög krefjandi aðstæður, t.d í sjúkrastofnunum og lyfjafyrirtækjum. Hágæðaefni, brunaþolið, tæringarfrítt.
Uppsetning er frekar dýr og stofnkostnaður hár.
Iðnvélar bjóða vottaðar (BS EN 7396)
lagnir fyrir lyfja og sjúkrastofnanir. Lagnir hreinsaðar og lokaðar.
Tilheyrandi hreinsaðir lokar og ventlar fyrir loft, súrefni og gas.