FLIR One edge PRO hitamyndavélin er sérstaklega handhæg og aftan á farsíma. Hitamyndavélin hentar einstaklega vel sem forskoðunarvél, þar sem þarf að gera grófar athuganir í snatri.
FLIR One edge gerir notanda kleift að mæla hita á svæði sem ekki er í beinni augnsýn. Miðpunktur eða svæði á hitamyndinni gerir það að verkum að hægt er að mæla annaðhvort gildi punktsins eða efri og lægri mörk hitamyndar.
Upplausn hitamynda er 160×120 pixels.
Mælisviðið er frá -20°C til +400°C. Innbyggð myndavél tekur myndir og býður upp á mynd í mynd eða myndblöndun (MSX).
FLIR One edge gefur upp mældan hita á einum stað í mynd, auk þess sem hún sýnir hitasvið á mynd með litum og er lóðréttur hitaskali.
Tengimöguleikar: IOS og Android
Forrit í App store sem heitir FLIR ONE.
- Hleðslurafhlaða með umb. 2,5 klst endingu.
- FLIR One kemur í tösku með USB gagna-og hleðslusnúru og frítt aðgengi að FLIR Tools hugbúnaði til eftirvinnslu og skýrslugerðar