, , ,

DRO Digital álestur – Tölvustýringar

Heidenhain DRO er fyrir allar aðstæður þar sem þarf að mæla nákvæmlega færslu á einum og upp í 6 ása, í handstýrðri vinnu.   Fjöldi viðskiptavina okkar eru með HEIDENHAIN Digital álestur  á rennibekkjum, fræsivélum, sögum og löndum á vélar.

Álestur á einn ás – færsla fram og tilbaka – einfaldur skjár sem sýnir staðsetningu.

Álestur á 2 og fleiri ása – t.d rennibekk með mötun á X og Y ás eða fræsivél með mötun á X -Y og Z ás.

Álestur með nema til að þreifa stykki eða staðsetja. Verkfæranemar í fræsivélar og rennibekki.

Heidenhain Aflestur ND522 fyrir 2 ása á rennibekk,  með m.a. eftirfarandi virkni:
* Möguleiki á 10 núllpunktum
* 16 verkfæri
* Merking á viðmiðunarpunkti (Reference mark)
* Aflestur að lokamáli (distance-to-go)
Kvarði fyrir þversleða LS 328C, mælilengd er yfirleitt um helmingur af  þvermáli
Kvarði fyrir langsleða LS 328C, lengd allt að 6040 mm.
Kaplar  frá kvörðum í stýringu.
Armur fyrir uppsetningu á aflestri, beinn armur.
Kvarðar og lesarar fyrir lengdarmælingu – mæla vinkilfærslu eða gráður.
Digital álestur : Skoðið nánar hér: http://www.heidenhain.dk/
Heidenhain fjölása CNC stýringar er eitt af helstu merkjum hjá flestum leiðandi vélaframleiðendum.
Fjöldi véla er í notkun á Íslandi með Heidenhain CNC stýringar.
Þjálfaðir tæknimenn okkar leiðbeina við val eða aðstoða við vinnslu og viðhald.
CNC stýringar: Skoðið nánar hér: http://www.heidenhain.de/

 

  • Sláðu stafina á myndinni inn í reitinn hér að ofan.
    0
    Karfa
    Karfan þín er tómAftur í vefverslun