Fréttir

Ný verslun – stóraukið úrval véla og verkfæra!

Iðnvélar hafa undanfarið stóraukið breidd í vöruúrvali til að sinna fjölbreyttari þörfum viðskiptavina og jafnframt standsett verslun  og sýningarsal að Smiðjuvegi 44, Kópavogi.

Aukin áhersla er nú á mikla fjölbreytni í litlum og meðalstórum vélum og tækjum til járn- og tréiðnaðar á mjög hagstæðu verði auk verkfæra og rekstrarvara. Með sýningarsalnum er stefnt að því að viðskiptavinurinn geti skoðað allar algengustu vélar og tæki af minni gerðinni sem Iðnvélar bjóða upp á.